„Knús eftir knús“
„Hér hefur starfsfólkið raunveruleg áhrif“
Litríkasta starf í heimi
Garðabær óskar eftir starfsfólki á leikskóla í fjölbreytt og fjörug verkefni.
Sækja um„Siesta í hádeginu“
Kostir í hverju horni
Faglegt starf og nýsköpun í skólastarfi? Heitur matur og lúr í hádeginu? Styrkir til náms og samstarf við fræðasamfélagið? Leikur og útivera? Það er sama hverju þú sækist eftir — Störf á leikskólum Garðabæjar hafa fjölmarga kosti.
Sækja um„Hláturskast á hverjum degi“
Þar sem styrkleikarnir liggja
Í leikskólum Garðabæjar starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Allt starf fer fram í öflugri og líflegri teymisvinnu. Við kappkostum að skapa vinnustað þar sem einstaklingshugmyndir fá að njóta sín og allir starfsmenn hafa raunveruleg áhrif. Við viljum gera fólki kleift að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.
Sækja um